about.jpg

HEIÐRÚN HÖDD


Ólst upp fyrir vestan, á Patreksfirði nánar tiltekið. Gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og seinna meir Háskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist með BA gráðu úr íslensku - og fjölmiðlafræði vorið 2017.

Eftir útskrift varð Kaupmannahöfn fyrir valinu og nám í innanhússhönnun. „Hönnun hefur alltaf átt hug minn og hjarta en ég hef lengi dregist að því sem gerir hús að heimili og fá þar með smá innsýn í persónuleika þeirra sem þar búa“.

„Ég heillast af náttúrulegum formum og litum og því hefur Ísland og sú náttúrufegurð sem við finnum þar alltaf verið góð uppspretta af innblæstri, það var þó komið að því að sækja í bæði innblástur og þekkingu annarsstaðar frá og þar var Kaupmannahöfn fyrir valinu. Borg óaðfinnanlegrar hönnunar og byggingarlistar en jafnframt landið sem stundar uppáhaldið mitt „at hygge“. 

Innihald síðunnar mun að mestu leyti snúast um ofangreind áhugamál og lífið í Kaupmannahöfn en verður vonandi í leiðinni góður vettvangur fyrir annað hugðarefni og hugmyndir.