Lífið í Kaupmannahöfn

 
1.JPG

Eftir næstum hálft ár í Kaupmannahöfn fundum við loksins íbúð til að festa kaup á. Leitin tók aðeins lengri tíma en áætlað var enda vorum við með ákveðna hugmynd um það hvar við vildum staðsetja okkur og hvaða eiginleika við vildum að íbúðin byggi yfir. Biðin var þess virði en við fengum yndislega íbúð í afar fallegri byggingu frá 1914, staðsett mitt á milli strandarinnar og miðbæ Kaupmannahafnar. Við fáum íbúðina afhenta 1. febrúar þannig í nógu er að snúast þessa dagana við að gera allt tilbúið fyrir flutninga. Helsta áhugamálið er að fletta í gegnum dönsku blandsíðuna í leit að fallegum tekk vörum og þræða búðir bæjarins í leit að öðrum álíka fallegum munum, það er áhugamál sem við Bragi deilum ekki. Ég get vonandi deilt því áhugamáli með ykkur en innihald þessarar síðu mun að mestu leyti snúast um framvindu íbúðarinnar þar sem hönnun og aðrar hugleiðingar verða í brennidepli.