Ystad Saltsjöbad

 
IMG_8874.JPG

Um helgina var ferðinni heitið til Ystad á Saltsjöbad spa hótelið þar sem við gerðum lítið annað en að njóta. Lítil gömul hús og þröngar götur einkennir Ystad sem liggur meðfram ströndinni í Skåne héraði í suður Svíþjóð.  Alveg við sjóinn má svo finna yndislega hótelið Ystad Saltsjöbad. 

IMG_8890.jpg
IMG_8865.JPG

Hótelið er 120 ára gamalt en hefur á síðustu árum gengið í gegnum framkvæmdir til að fá þennan nútímalega strandar/newport stíl sem að smellpassar inn í umhverfið. Ég get eiginlega ekki lýst því nógu vel hversu afslappandi og yndislegt þetta var allt saman.

D0C.JPG

Við tókum lestina frá Köben til Malmö og þaðan til Ystad en það tók okkur ekki nema 1 1/2 klst og við vorum komin í þessa paradís. Við tókum smá rölt um bæinn en fórum svo á hótelið þar sem beið okkar spa, dinner, morgunverðarhlaðborð, nudd, göngutúr meðfram ströndinni og önnur eins rómantík. 

FE75.JPG

Ef þið viljið skella ykkur til Köben í gott frí þá mæli ég með því að taka allavega eina nótt hér í Ystad og fara aldrei aftur heim. Við gerðum þau mistök að hoppa aftur upp í lestina til Kaupmannahafnar þannig núna erum við strax byrjuð að plana næstu ferð í þetta himnaríki (vægt til orða tekið). 

 
 
IMG_8889.jpg
IMG_8882.JPG
 
 
37.JPG