Øresundsvej

 
2018.png

Við fáum íbúðina okkar afhenta á fimmtudaginn og áður en við förum í smávægilegar framkvæmdir þá bjó ég til gott moodboard fyrir öll rýmin. Þetta er fyrir stofuna / borðstofuna en úr stofunni er innangengt í borðstofuna sem ég hafði hugsað mér að mála í þessum fallega og djúpa burgundy lit. Við keyptum okkur síðan tekk borðstofuborð en við það ætlum við að para svarta stóla og jafnvel setja upp bókahillur í sama burgundy litnum til að fá aðeins meiri dýpt í rýmið. 

Stofan sjálf verður aðeins léttari en hana ætlum við að mála í ljósgráum lit sem mun vega vel upp á móti borðstofunni. Við erum enn að leita að rétta skenknum til að hafa þar en ég hafði hugsað mér að finna fallegan tekk skenk við annars ljósgráan sófa og gler sófaborð. Gólfið er upprunalegt planka parket sem við ætlum að slípa upp og olíubera og að lokum setja upp hvítar flauels gardínur, fallega mottu á gólfið og fínar myndir upp á vegg. Ég mun skella inn góðum fyrir og eftir myndum þegar hvert rými er tilbúið!