Framkvæmdir

 
7.jpg

Þá erum við loksins búin að fá íbúðina okkar afhenta og byrjuð að fínpússa. Skipulag íbúðarinnar er mjög gott, nýtt baðherbergi og eldhús, rúmgott svefnherbergi, stofa og svo borðstofa innan af henni. Baðherbergið fær alveg að vera í friði en eldhúsið ætlum við að olíubera svart og leyfa æðunum í viðnum að njóta sín ásamt því að mála alla veggi. Við ákváðum að mála flest í ljósgráum lit sem mér fannst passa vel við gamla stílinn á íbúðinni en borðstofan (sem mun héðan í frá verða kölluð vínstofan) fær aðeins meiri karakter með þessum djúpa bordeaux lit sem ég gæti ekki verið ánægðari með (svo ánægð að ég leyfði ekki einu sinni málningunni að þorna áður en ég tók þessa mynd). Hér mun 2,50 metra tekk borðstofuborðið fá að njóta sín og vonandi fjölskylda og vinir líka.

IMG_9015.jpg
IMG_9064.jpg
IMG_9037.jpg
IMG_9012.jpg

Núna erum við búin að mála allt og erum að byrja slípa parketið og olíubera. Húsgögnin bíða svo óþreyjufull eftir að fá sinn stað á heimilinu. Ég er mjög spennt fyrir þessum hringlaga glugga og sé jafnvel fyrir mér fallegan hægindastól með hliðarborði. 

IMG_9062.jpg

Næst á dagskrá er því að klára gólfið, laga eldhúsinnréttingu og vonandi mjög fljótlega raða húsgögnum. Ég er ágætlega dugleg að setja inn myndir af ferlinu í story á Instagram ef þið viljið fylgjast með en fyrir og eftir myndir koma vonandi hingað inn á næstu dögum þegar slípun á parketi er búin!