Fyrir & eftir: Plankaparket

 
14.JPG

Við erum enn að koma okkur fyrir á Øresunds, margt sem er búið að gera og margt sem er eftir.  Bæði stofan og borðstofan eru næstum tilbúnar en við eigum enn eftir að hengja upp öll ljós, myndir og gardínur. Gólfið kom ótrúlega vel út, og í rauninni miklu betur en ég þorði að vona. Það var teppi yfir bæði stofu og borðstofu en núna er þetta fallega plankaparket á allri íbúðinni.

IMG_9001.jpg
IMG_9076.JPG
B7.JPG

Eftir síðan þrjár umferðir af málningu þá fékk ég loksins þennan bordeaux lit sem ég var að sækjast eftir í borðstofunni. Finnst hann koma einstaklega vel út með tekk borðstofuborðinu og er fínn contrast við ljósgráa litinn í stofunni. Næst á dagskrá er því að klára þessi tvö rými og taka svo svefnherbergið og eldhús... og vonandi fljótlega skipta út skrúfjárninu fyrir rauðvínsglas.