Fyrir & eftir á Øresundsvej

 

Þá er komið að nokkrum almennilegum fyrir og eftir myndum! Við erum búin að koma okkur mjög vel fyrir þó að það vanti enn nokkra hluti eins og sófaborð, forstofuspegil og gardínur sem ætti þó að vera komið til okkar á næstu vikum... Okkur líður mjög vel hérna á Øresundsvej og getum loksins átt daga sem snúast ekki um að setja saman húsgögn og hengja upp ljós og ég get loksins átt daga þar sem ég er ekki að horfa á Braga setja saman húsgögn og hengja upp ljós ;)

Horft úr stofu og inn í borðstofu - Hér tókum við teppi af gólfum (að ná líminu af var sérlega skemmtilegt) og slípuðum upprunalega plankaparketið og olíubárum. Borðstofan var máluð í þessum bordeaux lit (Ral 3005 Weinrot heitir hann) og stofan var máluð í ljósgráum lit. 

Horft úr stofu og inn í forstofu/eldhús - Hér sést ljósgrái liturinn betur en þar sem bordeaux liturinn er mikið statement þá ákvað ég (við meina ég að sjálfsögðu) að ljósgrár væri gott mótvægi. Ég var lengi búin að sjá fyrir mér fallegan tekk skenk við þennan vegg og fann hann loksins eftir ansi langa leit. 

IMG_8590.jpg

Inn í borðstofu - sem var notuð sem skrifstofa af fyrrum eigendum. Það voru hillur á flestum veggjum og ansi mikið af bókum og boxum þannig það er töluvert léttara yfir þessu rými núna. 

IMG_8592.jpg

Horft inn í svefnherbergið - Það voru skápar á báðum veggjum sem minnkaði rýmið töluvert. Þeir voru allir teknir út og settum við rúmið við gluggann og skáparnir fengu að vera í horni herbergisins í staðinn. Það vantar reyndar enn gardínur og myndir á veggi sem mun vonandi gera rýmið persónulegra og aðeins notalegra. 

IMG_8591.jpg

Bara það að slípa öll gólf og mála breytti heilmiklu fyrir íbúðina ásamt því að breyta aðeins skipulaginu en með því varð flæðið mun betra. Sérstaklega í svefnherberginu. 

IMG_E8586.jpg

Horft inn í stofuna - Hér vantar enn glerborðstofuborð og hvítar flauels gardínur sem þurfti aðeins að stytta. Ég er mjög spennt að fá þær í hendurnar enda held ég að rýmið verði mun notalegra þegar þær eru komnar upp. Þetta er því allt að koma hjá okkur og er ég mjög fegin að geta setið inn í borðstofunni minni með aðeins betra útsýni en málningardollurnar og pappakassarnir voru að veita mér.